Nýmálað 1, sýningaropnun í Hafnarhúsi föstudaginn 6. febrúar kl. 20

d442fcfb-b861-4a7d-8477-fef0771f4cb1

 

Sýningin Nýmálað 1 verður opnuð í Hafnarhúsinu á Safnanótt,  föstudaginn  6. febrúar kl. 20. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar sýninguna. Plötusnúðurinn Krystal Carma (Arnljótur Sigurðsson) spilar fyrir gesti frá kl. 20.30 til miðnættis.

Á síðustu árum hefur verið mikil gróska í málaralist víða um heim. Nýjar áherslur og fjölbreytnin í málverki samtímans hefur vakið eftirtekt. Ísland er engin undantekning. Listamenn á öllum aldri, sem aðhyllast ólíkar liststefnur og hugmyndafræði, hafa valið málverkið sem sinn helsta listmiðil. Tilgangurinn með sýningunni er að gefa yfirlit um stöðu málverksins á hér á landi. Alls verða sýnd verk eftir 85 íslenska listmálara en öll verkin hafa verið gerð á síðustu tveimur árum. Svo víðtæk úttekt á íslensku samtímamálverki hefur ekki verið gerð áður. Sýningin er í tveimur hlutum og verður síðari hluti hennar Nýmálað 2 opnaður á Kjarvalstöðum í lok mars. Sýningarstjórar eru Hafþór Yngvason, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og Kristján Steingrímur Jónsson, deildarforseti Myndlistardeildar Listháskóla Íslands.

Listsafn Reykjavíkur stendur fyrir viðamikilli dagskrá í tengslum við sýninguna, til að mynda verður námskeið fyrir unglinga í listmálun undir handleiðslu listamanns á sýningunni á Kjarvalsstöðum á Safnanótt og er það fyrsta námskeiðið af mörgum þar.  Málstofa verður haldin í tengslum við sýninguna og listamenn bjóða gestum upp á hádegisleiðsagnir.

Sýningin stendur til 19. apríl 2015.

Listamenn á Nýmálað I:
Arnar Herbertsson, Baldvin Einarsson, Baltasar Samper, Davíð Örn Halldórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Guðný Kristmannsdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Jón B.K. Ransu, Jón Henrysson, Jón Óskar, Kjartan Ólason, Kristinn Már Pálmason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Logi Bjarnason, Magnús Helgason, Ómar Stefánsson, Pétur Halldórsson, Ragnar Kjartansson, Ragnar Þórisson, Sara og Svanhildur Vilbergsdætur, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Þórir, Úlfur Karlsson.

A survey of contemporary Icelandic painting
Just painted 1

The exhibition Just Painted 1 will be opened at Hafnarhús on Museum Night, Friday 6 February at 8 p.m. The Mayor of Reykjavík, Mr. Dagur B. Eggertsson will open the exhibition. DJ Krystal Carma (Arnljótur Sigurðsson) plays music for guests from 8.30 p.m. to midnight.

In recent years, painting has been gaining an ever-stronger foothold worldwide. New directions and the diversity of contemporary painting have attracted attention. Iceland is no exception. Artists of all ages, with very different artistic styles and approaches, have chosen painting as their primary art medium. To give an overview of painting in Iceland today, the Reykjavík Art Museum presents exhibition in two parts, the first part at Hafnarhús and the second part at Kjarvalsstaðir, displaying works which have been painted in the last two years by 85 active artists. Such an extensive overview of Icelandic contemporary painting has never been presented before. The second part, Just Painted II , will be opened at Kjarvalsstaðir in late March. Curators are Hafþór Yngvason, Director of the Reykjavík Art Museum and Kristján Steingrímur Jónsson, Dean of the Department of Fine Arts at the Icelandic Art Academy.

Reykjavík Art Museum offers a diverse programme in connection with the exhibition. There will be Paintings Workshops for kids, 14 years of age and older led by artists who participates in the exhibition. Several lunchtimes gallery talks with artists in the exhibition and the museum will held a Symposium in connection with the exhibition.

The exhibition final day is 19 April.

Artists on Just Painted 1
Arnar Herbertsson, Baldvin Einarsson, Baltasar Samper, Davíð Örn Halldórsson, Einar Garibaldi Eiríksson, Guðný Kristmannsdóttir, Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir, Jón B.K. Ransu, Jón Henrysson, Jón Óskar, Kjartan Ólason, Kristinn Már Pálmason, Kristín Gunnlaugsdóttir, Logi Bjarnason, Magnús Helgason, Ómar Stefánsson, Pétur Halldórsson, Ragnar Kjartansson, Ragnar Þórisson, Sara og Svanhildur Vilbergsdætur, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Sigurður Þórir, Úlfur Karlsson.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com