12301726 10153778184779310 2988363117151859538 N

Nýlistasafnið og Byggðasafnið í Görðum – Sýningar hinna glötuðu verka

Nýlistasafnið og Byggðasafnið í Görðum, Akranesi bjóða ykkur velkomin á opnun Sýningar hinna glötuðu verka kl. 14:00 þann 1. nóvember í hinum nýja sýningarsal Guðnýjarstofu í Safnaskálanum á Akranesi.

Sýning hinna glötuðu verka er samsýning íslenskra og erlendra listamanna ásamt völdnum verkum úr safneign Nýlistasafnsins. Listmennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Anna Fríða Jónsdóttir, Andrea McGinty, David Shapiro, Haraldur Jónsson, Huginn Þór Arason, Ívar Valgarðsson, Jamie Sneider, John M. Armleder, Kate Gilmore, María Dalberg, Perry Bard, Unndór Egill Jónsson, Unnur Mjöll S. Leifsdóttir og Þóranna Björnsdóttir.

Sýningarstjórar eru Eva Ísleifsdóttir, Logi Bjarnason og Katrín Inga Jónsd. Hjördísardóttir. Verkefnastjóri er Anna Leif Elídóttir fyrir hönd Byggðasafnsins í Görðum.

Á laugardaginn verður hægt að fara siglandi á opnun sýningarinnar. Báturinn fer kl 13:00 frá Reykjavíkurhöfn, Ægisgarði 13, og siglir með gestina til Akraness. Boðið verður upp á fordrykk í bátnum. Þegar í Akraneshöfn er komið verður keyrt með rútu í Byggðasafnið. Ferðin fram og tilbaka í bátnum ásamt rútu kostar 2.500 kr. Hægt er að panta miða í bátinn með því að leggja inn á reikning: 515-26-69590 kt: 551079-1559 með skýringu: BÁTUR og miðinn verður klár við innganginn í bátinn. Einnig er hægt að panta miða á netfangið: archive@nylo.is með nafni og kennitölu.

Athugið að sætafjöldi er takmarkaður þannig að áhugasamir eru hvattir til að bóka miða í fyrra lagi.

Sýning hinna glötuðu verka spratt út frá Kvöldum hinna glötuðu verka þar sem listamönnum var boðið að sýna verk sem að þeir hefðu ekki sýnt áður af einni eða annarri ástæðu. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að hafa mögulega týnst, safnað ryki á vinnustofu listamannsins, ekki enn orðið að veruleika eða hafa aldrei verið sýnd hér á landi áður. Eins má geta að í safneign Nýlistasafnsins eru fjöldi verka sem fyrri stjórnir og listamenn lögðu á eitt að innleiða í verkaeign Nýló sem annars hefðu mögulega glatast eða skemmst og þar með horfið úr sögunni.

Verkefnið er samstarfsverkefni Nýlistasafnins og Byggðasafnsins í Görðum og hlaut styrk frá Menningarráði Vesturlands og Myndlistarsjóði.

in English

The Living Art Museum (Nýló) and The Akranes Museum Center invites you to attend the opening of The exhibition of the Lost Artworks at 2pm on the 1st of November. The exhibition is in a new and promising space Gudnyjarstofa, which is part of the Akranes Museum Center.

Exhibition of the Lost Artworks is a group exhibition featuring Icelandic and international artists as well as chosen artworks from the Living Art Museum’s collection. The artist are Anna Fríða Jónsdóttir, Andrea McGinty, David Shapiro, Haraldur Jónsson, Huginn Þór Arason, Ívar Valgarðsson, Jamie Sneider, John M. Armleder, Kate Gilmore, María Dalberg, Perry Bard, Unndór Egill Jónsson, Unnur Mjöll S. Leifsdóttir and Þóranna Björnsdóttir.

The curators are Eva Ísleifsdóttir, Logi Bjarnason and Katrín Inga Jónsd. Hjördísardóttir. Project coordinator is Anna Leif Elídóttir on behalf of the Akranes Museum Center.

On the opening day there will be a boat sailing from Reykjavik harbour to Akranes. The boat leaves from Reykjavik harbour, Ægisgarður 13.

Upon arrival the guests will be driven in a bus to the Akranes Museum Center. If you want to purchase a ticket please transfer 2.500 ISK to the bank account : 515-26-69590 – KT: 551079-1559 with the reference : BOAT and we will send you a confirmation. Included in the ticket price is a drink. You can also book a ticket by sending a email to archive@nylo.is with your name.

There are limited tickets to be purchased so people are encouraged to get tickets early.

Schedule
1pm boat sails to from Reykjavik harbour to Akranes.
2pm guests arrive to Akranes harbour and are driven to The Museum Center.
4pm guests are driven back to the harbour
4pm the boat sails back to Reykjavik

The exhibition grew from the idea behind Night of the Lost Artworks, where artists were invited to show works that had not been exhibited because of one reason or another. The pieces in the show all share a certain quality, either they have been lost, been collecting dust in their makers studio, not yet been realized, or have never been exhibited in Iceland. As it goes, large part of the Living Art museum’s older works came into the collection in an effort to save them from being destroyed and lost altogether.

The project is a collaboration between the Living Art Museum and The Akranes Museum Center. Sponsored by Culture Council of West Iceland and Myndlistasjodur.

The exhibition runs until 30th of November

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com