Ný sýningin Gyðjur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar

GYÐJUR í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 5.2.2016 – 29.5.2016

Næstkomandi föstudag þann 5. febrúar verður opnuð á ný sýningin Gyðjur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Á sýningunni eru portrett af konum eftir Sigurjón Ólafsson ásamt öðrum verkum hans, höggvin í stein eða tálguð í tré, þar sem hinni kvenlegu ímynd er lýst og hún tekur á sig mynd gyðjunnar. Sýningin opnaði fyrst 17. október 2015 og var upphaflega sett upp í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarrétt.

Sigurjón Ólafsson er meðal þekktustu portrettlistamanna Norðurlanda og eftir hann liggja rúmlega 200 andlitsmyndir. Flestar eru þær af karlmönnum í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, en kvenportrett Sigurjóns eru síður þekkt, að undanskilinni myndinni sem hann gerði af móður sinni árið 1938. Fyrir þá mynd hlaut Sigurjón hinn eftirsótta danska heiðurspening, sem er kenndur við gullaldarmálarann C.W. Eckersberg, og í kjölfari þess eignuðust ríkislistasöfnin í Danmörku, Svíþjóð og á Íslandi afsteypu af verkinu. Auk portrettanna  eru á sýningunni 14 skúlptúrar sem fjalla um konur – oftast sem draumsýn, og nokkrar bera gyðjunöfn.

Listasafn Sigurjons Ólafssonar er opið laugardaga og sunnudaga milli klukkan 14 og 17 fram til 31. maí. Kaffistofa safnsins er opin á sama tíma.

Sýningarstjóri: Birgitta Spur.

Kynningarmynd Pallas Aþena1973:
http://www.listasafn.is/media/myndasafn/055_PAthena_lit.jpg

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com