Ný sýningaropnun hjá Kunstschlager-Whiteless, laust við hvítt

           
Diedrich Diederichsen

Whiteless, laust við hvítt

Næsta sýningaropnun Kunstschlager er laugardaginn 13. júní kl. 15 þar sem Hrönn Gunnarsdóttir og Þorgerður Þórhallsdóttir sýna ný myndbands- og hljóðverk á sýningunni ,,Whiteless”. Þær takast á við manngerða orku, eftirlíkingar á náttúrunni og hið fysíska í staðleysunni/tóminu. Whiteless hljómar eins og orðið weightless og verkin á sýningunni eru af slíkum toga, þau eru án þyngdar, ójarðbundin og lifa sjálfstæðu lífi í öðrum heimi. Þau skapa dýnamík á milli hins lífræna og vélræna, hins skammlifða og eilífa. Þá verða verk Margrétar Helgu Sesseljudóttur sýnd á korknum í Kunstschlagerstofu.

Sýningin  stendur til 28. júní.

Kunstschlager tekur við D-sal Hafnarhússins í sumar og verður með átta sýningar og eða gjörninga ásamt fríðum flokki myndlistarmanna. Fyrsta sýningin var opnuð 23. maí en hver sýning stendur í um tvær vikur. Átta myndlistarmenn og einn listfræðingur standa að Kunstchlager sem hefur getið sér gott orð fyrir öfluga dagskrá og sérstaka stemningu.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com