Malaralist Claeszoon Heda1634 Teauber1934 Stor 1

Ný námsbraut í málaralist

Ný námsbraut í málaralist í Myndlistaskólanum í Reykjavík

Haustið 2016 verður boðið upp á nám á nýrri námsbraut í málaralist við Myndlistaskólann í Reykjavík. Brautin er ætluð nemendum með stúdentspróf af listnámsbraut eða annað sambærilegt nám. Námsbrautin er skilgreind sem áfanganám á BA-stigi og munu nemendur útskrifast með diplóma að loknu tveggja ára námi við skólann. Hver önn hverfist um sitt þema þar sem brotin verða til mergjar margþætt viðfangsefni og álitamál sem varða málverkið í samtímanum. Námið er að stærstum hluta verklegt og einkennist af áherslu á efni, aðferðir og tækni málaralistarinnar, hugmyndavinnu, persónulega listsköpun og rannsóknir. Fjórðungur þess er af fræðilegum toga þar sem áhersla er lögð á listfræði- og listheimspekilega umfjöllun og samræðuhefð. Breiður hópur lista- og fræðimanna kemur að kennslu við deildina en umsjón með námsbrautinni er í höndum Jóns B K Ransu, listmálara og deildarstjóra við skólann.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com