Bríetbw

Ný ljóðabók og lágmynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur eftir Gunnhildi Þórðardóttur kynnt í Gunnarshúsi þriðjudag 28. maí kl. 19

Þriðjudag 28. maí mun Gunnhildur Þórðardóttir myndlistamaður gefa út sína fimmtu ljóðabók, Upphaf – Árstíðarljóð og kynna nýja lágmynd, Jafnréttisplattann í Gunnarshúsi – húsi Rithöfundasambands Íslands. Jafnréttisplattinn er lágmynd af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur báráttukonu um réttindi kvenna. 

Til eru margar gerðir af skúlptúrum af körlum sem hafa sett svip sinn á íslenska sögu og samtíma en það er skortur á skúlptúrum af konum. Þær hafa ekki fengið sinn sess í íslenskri samtímalistasögu né þá viðurkenningu sem þær eiga skilið. Konur eru stöðugt minntar á hversu litlu hlutverki þær hafa skipt í sögunni og þess vegna er hér komið komið eins konar mótefni við karlaskúlptúrum og t.d. lágmyndinni af Jóni Sigurðssyni. Markmiðið er að gefa út plattann sem söluvöru í upphafi árs 2020 sem er stuttu eftir fullveldisafmælið og sem eins konar upphitun fyrir 100 ára kosningarétt íslenskra kvenna án aldursákvæðis sem var samþykkt á alþingi árið 1920. Markmiðið er einnig að öll íslensk ungmenni geti greint hver Bríet var líkt og fyrir hvað hún stóð en margir geta nefnt nefnt Jón forseta. Gunnhildur vann fyrst stóran platta af Bríeti á vinnustofu Helga Gíslasonar myndhöggvara í Gufunesi og seinna litla lágmynd af Bríeti sem gæti verið fjöldaframleidd.

Árstíðaljóð er skrifuð á íslensku og þýdd af höfundi yfir á ensku auk myndskreytinga eftir höfund en þau eru hugleiðingar allt árið um kring um viðburði, persónur og náttúru. Þetta eru rómantískar lýsingar á landslagi, manneskjunni, menningu og hlutum. Stefnt er að því að setja ljóðabókina á Karolina Fund. Bæði verkefnin voru unnin sem sjálfstætt verkefni við Listaháskóla Íslands en höfundur mun ljúka þaðan viðbótardiplóma við listkennsludeild í árslok 2919.

Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006 og mun ljúka diploma í listkennslu við LHÍ í árslok. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, Kirsuberjatrénu, í Suðsuðvestur, Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, 002 gallerí og í myndbandsgjörningi í Tate Britain þá hefur Gunnhildur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.

Nánari upplýsingar veitir Gunnhildur í síma 898 3419

hér er hlekkur á viðburðinn á facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com