Núvitund í Mjólkurbúðinni og Langa gangi

10934529_924827274194643_108047462_n   10939029_764870740228815_292865617_o  10968865_10154114640997837_1242920172_o
Núvitund er samsýning ungra listamanna í Mjólkurbúðinni og á Langa gangi í Listagilinu sem opnar föstudaginn 6.febrúar kl. 13-17.
Á samsýningunni Núvitund sýna listamennirnir:
Vikar Mar
Dagný Lilja Arnarsdóttir
Lena Birgisdóttir
Karólína Rós Ólafsdóttir
Stefán Bessason
Úlfur Logason
Á sýningunni Núvitund velta listamennirnir fyrir sér hinum ýmsu þáttum nútímans s.s. samskiptum, neysluhyggju, staðalímyndum og spillingu og áhrifum þess á nútímasamfélög. Þau túlka áhrif þess í verkum sínum bæði í málverkum og skúlptúr.
Vikar Mar er fæddur árið 1999 og er yngstur í hópnum. Vikar hefur starfað við að sitja yfir sýningum í Versmiðjunni á Hjalteyri, og hefur það starf veitt honum vissa sýn inn í listaheiminn. Vikar Mar er félagi í Grasrót og starfar þar á vinnustofu. Í dag málar hann í abstrakt expressionisma. Sem innblástur braut hann niður orðið “núið” og vann með flókinn hversdagsleikann og hafði “samskipti” fólks og hlutanna í kringum það mikið í huga við gerð verkanna.
Lena Birgisdóttir er tvítug og útskrifaðist úr Verkmenntaskólanum á Akureyri jólin 2014. Hugmyndina af verkinu fékk hún þegar hún leiddi hugann að því hvað nútíma samfélag sóar miklu rusli og hversu lítið það hugsar um hvert ruslið fer. Öll þessi eyðsla og það hugsunarleysi gagnvart náttúrunni og finnst henni sá hugsunarháttur alltof ríkjandi.
Dagný er fædd árið 1995 og útskrifaðist af myndlistarkjörsviði úr Vermenntaskólanum á Akureyri jólin 2ö14. Hún hefur teiknað, málað og skrifað síðan hún man eftir sér. Innblástur fyrir verkin á sýningunni er netneysla nútímamannsins og hversu stór partur netið er af lífi fólks.
Stefán Bessason er fæddur árið 1992 á Akureyri. Stefán byrjar að mála í janúar 2012. Hann sérhæfir sig í abstrakt expressionisma og innblástur hans fyrir sýninguna er spilling, græðgi, fátækt, ringulreið, reiði og ömurleiki nútímasamfélags.
Karólína Rós er fædd 1997, og er frá Akureyri. Hún hefur teiknað síðan hún var barn og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Innblásturinn fyrir sýninguna eru óraunhæfar staðalímyndir og útlitsdýrkun, sem nær yfir fleira en mannfólkið svo sem dýr og plöntur. Bonsai tréð er vafið vírum til að breyta náttúrulegum vexti þess. Mótun líkamans verður sífellt brenglaðari, vísindi og tækni móta holdið eins og leir til þess að það falli sem best að stöðlum hverju sinni. Ónáttúrulegt og jafnvel óheilbrigt útlit verður oftar en ekki útkoman.
Úlfur er sautján ára og er á listnámsbraut í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Hann hefur málað síðan hann man eftir sér. Hann málaði mynd af hengingu Saddam Hussain. Það sem vakti áhuga hans var að myndin lítur út fyrir að vera mun eldri en hún er, þó hún hafi bara verið tekin fyrir 9 árum.
Sýningin Núvitund í Mjólkurbúðinni og á Langa gangi stendur yfir frá 7.-15.febrúar og er opin á föstudögum k. 14-17 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-17.
Allir eru velkomnir.
10969139_1523310821290182_1391629823_o
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com