Núllið

Núllið Gallerý: Mr. Poser – Bókaútgáfa og ljósmyndasýning

Anton Lyngdal listamaður og hönnuður er að gefa út listaverkabók undir nafninu Mr. Poser sem er ljósmyndabók unnin í samstarfi við Þórstein Sigurðsson ljósmyndara og Stefán Hjálmtý Stefánsson grafískan hönnuð. Bókin verður formlega gefin út  á sýningu í Núllið Gallerý Bankastræti 0, þann 10. desember 2020.

Mr. Poser er ljósmyndabók eftir listamanninn Anton Lyngdal (aka. Mr. Awkward Show). Mr. Poser er konsept verk sem teygir anga sína inn á fjölbreytt svið sköpunarinnar. Bókin er í senn ljósmynda-, gjörninga- og vegglistaverk. Lesandinn kynnist vegglist eftir einn stærsta og afkastamesta í vegglistamanninn í senunni hér á landi, þ.e. Opes_vs_Vato, með aðstoð Mr. Poser sem stillir sér upp við verkin í sínum bestu klæðum.

Vegglistasenan á Íslandi er stærri en margir gera sér grein fyrir og á bakvið hana stendur fjöldi listamanna sem fá útrás fyrir listsköpun sinni með vegglistagerð sem annars þurfa að fara huldu höfði. Markmið listamannsins er að vekja athygli á þeirri miklu sköpun sem fer þarna fram og færa fólki litrík og flott vegglistaverkin af veggjunum og heim í stofu á prenti.

Anton Lyngdal er fæddur og uppalinn í Reykjavík, hans fyrstu skref inn í listaheiminn voru í gegnum vegglistina, sem hefur svo fylgt honum æ síðan. Samhliða henni stundaði hann fjölbreytt listnám, þar má nefna myndlistarnám við FB, Keramiknám við Myndlistarskóla Reykjavíkur, listnám við Engelsholm højskole i Danmörku og síðast útskrifaðist hann með B.A. í myndlist frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, vorið 2017.

Anton hefur haldið þó nokkurn fjölda sýning, erlendis sem og hérlendis ásamt því að hafa rekið listastudio í Rotterdam ásamt vinum sínum eftir útskrift. Anton er ötull við að prófa sig áfram við hin ýmsu listform og hefur undanfarið fundið sig betur og betur í gjörningalistforminu ásamt því að sinna myndlistinni, vegglistinni o.fl.

Anton er í MHR og SÍM                       

Opnunar tímar

10. des. Fimmtudagur 17:00 – 21:00

11. des. Föstudagur 12:00 – 20:00

12. des. Laugardagur 12:00 – 20:00

13. des. Sunnudagur 12:00 – 20:00

Á opnunni 10.des. Mun Dj. Gullfoss og Geysir spil rólegt disco fyrir gesti.

Plús einn leynigestur tekur 2 lög um klukkan 18.00. 

Titill: Mr. Poser

Útgefandi: Nullið book club

Höfundur: Anton Lyngdal (Mr.Awkward Show)

Vegglistamaður: Opes_vs_vato

Ljósmyndari: Þórsteinn Sigurðsson

Grafísk Hönnun: Stefán Hjálmtýr Stefánsson

Inngangur & Formáli: Nathan Favot

Íslensk Þýðing: Björgvin Þórsisson

Prentun: Prentmiðlun EHF

Sérstakar þakkir til: Sigurður E. R. Lyngdal

Bókin mun kosta 7000 kr.

Á sýningar stað: Covid-19. Grímu skylda og allir spritta sig við komu.

Eventið er hér: https://www.facebook.com/events/740217893245181/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com