“Nowhere else/Hvergi annarsstaðar” í Verksmiðjunni á Hjalteyri föstudaginn 3 júlí.

PBD 4-6

 

 

 

Nowhere else/Hvergi annarsstaðar

Hannes Lárusson, Guido van der Werve, Hekla Dögg Jónsdóttir, Mathias Kessler,  Ragnheiður Gestsdóttir, Ragnar Már Nikulásarson, Sigurður Guðjónsson,  Árni Einarsson og Sirra Sigrún Sigurðardóttir,

Verksmiðjan á Hjalteyri, / 03.07 – 26.07.2015 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri

http://www.verksmidjan.blogspot.com                                                                                  

Opnun föstudaginn daginn 3. júlí kl.

17:00 / Opið alla daga nema mánudaga til og með 26 júlí, kl. 14:00 – 17:00. Sýningarstjóri : Sirra Sigrún Sigurðardóttir

Nowhere else/Hvergi annarsstaðar

Er sýning og útgáfa í umsjá Sirru Sigrúnar Sigurðardóttur, en í sýningunni taka þátt 8 alþjóðlegir listamenn og 1 lífræðingur. Titill sýningarinnar er vísan til einnar áhrifamestu myndar mannkynssögunnar “The Pale blue dot”, Fölblár punktur sem var tekin fyrir 25 árum (1990) af geimkönnunarfarinu Voyager 1. Þegar könnunarfarið var um það bil að yfirgefa sólkerfi okkar var myndavélum Voyager  snúið aftur í átt til jarðar og myndin tekin úr 6 billjón kílómetra fjarlægð. Jörðin birtist aðeins sem örsmátt rykkorn svífandi í sólargeisla umkringt myrkri útgeimsins. Í kjölfar myndbirtingarinnar skrifaði stjarnfræðingurinn Carl Sagan  einn áhrifamesta texta síðustu aldar, þar sem hann nær á kristaltæran hátt að draga fram hrollkaldan sannleikann sem myndin birtir okkur. Það er enginn annar staður, hvergi annarsstaðar en á þessum litla punkti sem við getum lifað – þarna er öll tilvera mannkyns frá upphafi til enda.

Listafólkið ávarpar með verkum sínum hugmyndina um okkur og mennskuna í  óravíddum alheimsins jafnt í tíma og rúmi. Hér þjónar “Pale blue dot” – ljósmyndin hlutverki einhverskonar upphafspunkts. Hún er kjarninn  sem sendir frá sér  geisla sem breytir  hugmyndunum  um okkur sjálf. Geisla sem varpa ljósi á ólíka en samtvinnaða fleti mannlegrar tilveru í samtímanum; umhverfis- og efnahagsmál, pólitík og samfélagsmál. Frá því persónulega til hins altæka. Eiginlegar og ímyndaðar langferðir sem oftar en ekki enda þó oft í garðinum heima.

Sýningin verður opnuð föstudaginn 3. júní 2015, kl. 17:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Opnunin stendur til kl. 21:00 um kvöldið

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCP­games, Bústólpi og Hörgársveit.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com