
Norræna menningargáttin (KKN) – netvettvangur um menningu á Norðurlöndum.
Norræna menningargáttin (KKN) hefur hleypt af stokkunum á netinu samfélagi – netvettvangi um menningu á Norðurlöndum. Listamenn, menningarstofnanir og samtök tengd listum og menningu fá þar tækifæri til að hittast og deila upplýsingum.
Vettvangurinn gefur einstaklingum í lista- og menningargeiranum tækifæri til að koma vinnu sinni á framfæri, kynna starfsemi sína, skrifa blogg eða skilaboð til þeirra þúsunda sem mánaðarlega eru gestir vefsíðunnar.
Það er einfalt að koma á framfæri upplýsingum, annaðhvort handvirkt eða í gegnum Facebook. Þegar stofnaður hefur verið aðgangur er aðilum velkomið að senda inn blogg og kynna sig og verkefni sín.
Nánari upplýsingar um framkvæmdina hér: