Hverfjall Séð Til Suðurs, Skútustaðahreppur / Hverfjall Explosion Crater Viewing South. Lake Myvatn District. Skutustadahreppur.
The Crater Is About 1 Km. In Diameter And 140 M Deep

Norræna húsið: Ljósmyndari í 60 ár – Mats Wibe Lund

Þann 16. október kl. 17:00 opnar ljósmyndasýning Mats Wibe Lund í Norræna húsinu þar sem hann sýnir 53 stórar myndir úr 60 ára ferli sínum sem ljósmyndari.

Myndir Mats einkennast af formnæmni og óskeikulli myndbyggingu þar sem tæknikunnátta og listræn gæði haldast í hendur.

Mats hefur oft sýnt myndir sínar á einkasýningum og samsýningum bæði hér heima og erlendis.

Á sýningunni kynnir Mats einnig nýútgefna bók sína FRJÁLS EINS OG FUGLINN þar sem ljósmyndaferill hans er rakinn í myndum og máli.

www.mats.is

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir
Sýningartímabil:17.10-04.11. 2018

Opnunartímar sýningarinnar eru:
mán-fös. 14-18.
lau-sun. 10-17.

Nánari upplýsingar: http://nordichouse.is/event/mats-wibe-lund-ljosmyndasyning/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com