Hjemmeside Nordic Chair.130932

Norræn hönnunarkeppni: Sjálfbærir stólar, nýir eða gamlir!

Norræn hönnunarkeppni um sjálfbæra stóla, nýja eða gamla!
– Frestur til að senda inn tillögur er til 3.október!

Hleypt hefur verið af stokkunum norrænni hönnunarkeppni með áherslu á hönnun sjálfbærra stóla. Þeir sem komast í úrslit og sigurvegarar keppninnar verða kynnt í norræna skálanum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Póllandi í desember.
Norræna ráðherranefndin kallar eftir tillögum frá húsgagnahönnuðum og húsgagna-
framleiðendum á Norðurlöndum, sem eru hvattir til að lítið yfir verk sín og rýna frá sjónarhorni sjálfbærni. Í kröfum neytenda gætir aukinnar vitundar um sjálfbærni á heimsvísu.
Þegar norrænir hönnuðir og framleiðendur fella sjálfbæra þætti inn í hönnun hversdagslegra hluta, ryðja þeir smám saman brautina fyrir aðra. Þess vegna vill norræna ráðherranefndin með þessari keppni takast á við þá áskorun sem felst í sjálfbærri hönnun með því að leita nýrra lausna; nýja hönnun eða jafnvel frumgerðir, sem og hönnun sem er þegar komnar á markað.

Tobias Grut, vörumerkjastjóri „The Nordics“, norrænu ráðherranefndarinnar:

„Við viljum ná til allra norrænna hönnuða, ekki aðeins nafnkunnra fyrirtækja og framleiðenda heldur einnig skapandi grasrótar. Við viljum sýna leiðtogum heimsins norræna hönnun og undirstrika þannig hve mikilvægt hlutverk hönnun og aðferðafræði hönnunar getur leikið til að ná sjálfbærum þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.“

Hægt er að senda inn tillögur að vel hönnuðum og sjálfbærum stólum frá 3. september til 3. október. Stólarnir skulu þegar vera í framleiðslu eða frumgerðir til af þeim.
 
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com