Listasafn Reykjavíkur

Non plus ultra: Leiðsögn listamanns fimmtudag 21. mars kl. 20.00 í Hafnarhúsi

Steinunn Önnudóttir verður með leiðsögn um sýningu sína Non plus ultra í D-sal Hafnarhússins, fimmtudag 21. mars kl. 20.00. 

Steinunn fæst við málverkahefðina í víðum skilningi og rannsakar efniseiginleika og birtingarmyndir í sögu og samtíma. Hún veltir fyrir sér raunveruleika og eftirmynd, því sem er og því sem þykist vera. Getur eitthvað verið, án þess að vera til í raun og veru? Hversu raunsönn þarf eftirmynd að vera? Er nóg að setja fram staðgengil til að veita hugmynd brautargengi? Ásamt því að velta þessum spurningum fyrir sér býður Steinunn áhorfendum að verða sjálf að viðfangi í málverkinu um leið og þau ganga inn í rýmið.

Steinunn Önnudóttir er 36. listamaðurinn til að sýna í sýningarröð Listasafns Reykjavíkur í D-sal.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com