Noam Toran

Noam Toran í Ásmundarsal

(English below)

Gestagangur Hönnunar – og arkitektúrdeildar Listaháskóla Íslands, vor 2019 kynnir

Noam Toran: Monsters, Anarchists and Indians
Ásmundarsalur, 19. febrúar 2019 kl. 17:00

Noam Toran er bandarískur myndlistarmaður, fæddur árið 1975 í Las Cruces, Nýju Mexíkó. Hann býr og starfar í Rotterdam, Hollandi og kennir í Sandberg Institute, Amsterdam og HEAD listaháskólanum í Genf. Toran heimsækir Listaháskóla Íslands nú í febrúar og kennir nemendum í Meistaranámi í hönnun ásamt því að halda fyrirlestur í Ásmundarsal 19. febrúar næst komandi klukkan 17:00. Fyrirlesturinn fer fram á ensku, er öllum opinn og aðgangur er ókeypis. 

Í fyrirlestri sínum mun Noam Toran kynna nýjustu verk sín og fjalla um ferli þeirra, allt frá hugmynd að veruleika. Þar mun hann einblína á þá vinnu sem fer fram bak við tjöldin, svo sem aðferðir, framleiðsluferli og tæknilegar hliðar sköpunarferlisins. 

////

Gestagangur by the Department of Design- and architecture at the Iceland University of the Arts, spring 2019 presents

Noam Toran: Monsters, Anarchists and Indians

Ásmundarsalur, 19th of February 2019 at 17:00

Noam Toran is an up and coming American artist born in 1975 in Las Cruces, New Mexico. He lives and works in Rotterdam, the Netherlands and teaches at the Sandberg Institute, Amsterdam and HEAD, Geneva. Toran will be visiting the Icelandic University of the Arts in February to teach at the MA Design program as well as giving a lecture at Ásmundarsalur on the 19th of February at 17:00. The lecture will be in English, is open to everyone and admission is free. 

For his lecture, Noam Toran will present recent projects from his varied practice, from concept to materialisation, with a focus on ‘behind-the scenes’ methods, production processes and techniques.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com