First Mosque 26.4

NÍNA MAGNÚSDÓTTIR : MOSKAN – Fyrsta moskan í Feneyjum

 

NÍNA MAGNÚSDÓTTIR : MOSKAN – Fyrsta moskan í Feneyjum

 

MYNDLISTARDEILD

 

Mánudaginn 7. september kl. 12.30 mun Nína Magnúsdóttir, sýningarstjóri íslenska skálans í Feneyjum 2015 leiða umræður um framlag Íslands til Feneyjartvíæringsins, MOSKAN – Fyrsta moskan í Feneyjum, í fyrirlestrarsal myndlistardeildar að Laugarnesvegi 91.

 

Nína Magnúsdóttir býr og starfar á Seyðisfirði. Hún er menntaður myndlistarmaður og hefur fjölbreyttan feril að baki í íslensku myndlistarlífi. Hún var stjórnarformaður Nýlistasafnsins 2006-2009, framkvæmdastjóri Klink og Bank 2004-2005 og einn af stofnendum Kling Bang gallerí 2003.  Hún var einnig ein af stofnendum Sequences Art Festival og sýningarstjóri hátíðarinnar 2007.
Í umfjöllun sinni ætlar Nína að ræða um íslenska skálann á 56. Feneyjatvíæringnum (La Biennale di Venezia). MOSKAN – Fyrsta moskan í Feneyjum er verk unnið að frumkvæði listamannsins Cristoph Büchel í samstarfi við félög múslima í Feneyjum og á Íslandi.  Cristoph Büchel er fæddur árið 1966 í Basel í Sviss og er þekktur á alþjóðavettvangi fyrir konseptverk sín og margslungnar og umfangsmiklar innsetningar. Christoph sækir oft efnivið í málefni líðandi stundar og pólitísk álitamál, endurvinnur fjölmiðlaefni og hversdagslegar aðstæður.
Umfjöllun Nínu fer fram á íslensku og eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.
Nánari upplýsingar um MOSKUNA má finna á vefsíðunni:

http://www.mosque.is

 

 

Opnir fyrirlestrar í myndlistardeild

 

Á ári hverju heldur fjöldi lista- og fræðimanna erindi um verk sín og hugmyndir á fyrirlestrum í myndlistardeild. Fyrirlestrarnir eru opnir almenningi og er ætlað að kynna margþætt viðfangsefni úr heimi lista og samtímamenningar og hvetja til umræðu um þau. Fyrirlestrarnir eru mikilvægur þáttur í starfsemi deildarinnar og eru ætlaðir til að efla tengsl milli nemenda og starfandi lista- og fræðimanna.

 

Fyrirlestrar í myndlistardeild fara fram í fyrirlestrarsalnum að Laugarnesvegi 91. Þeir eru opnir almenningi og er aðgangur ókeypis.

 

 

LHI

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com