Louise.

Náttúrusýnir Louisu opnar í SÍM salnum 1. mars kl.17-19

Föstudaginn 1. mars opnar sýning á verkum Louise Stefaníu Djermoun í sal Sambands íslenskra Myndlistarmanna að Hafnarstræti 16, kl.17 – 19.

Á sýningunni, sem ber heitið Náttúrusýnir, verða verk sem voru unnin með tækni sem Louise hefur verið að þróa sl. 15. ár.  Um þessar mundir hefur hún mikið unnið með hringform. Samkvæmt skilgreiningum um hringform er það form talið vera það fullkomnasta af öllum formum. Hringurinn táknar eilífðina þar sem hann hefur hvorki byrjun né endi.

Sjón er sögu ríkari, því myndirnar eru þrívíðar þar sem unnið er með ólík efni til að ná fram Náttúru í návígi.  Upphleypt textíllamálning og ljósmyndir til að fá áferðina sem hún sækist eftir þ.e. Náttúran í nágvígi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com