Solveig Thoroddsen

Náttúrulega – Solveig Thoroddsen sýnir í Ekkisens

Verið velkomin á opnun sýningarinnar “Náttúrulega” 1. september kl. 17:00 þar sem Solveig Thoroddsen sýnir verk sem fjalla um náttúruna og tengsl manneskjunnar við hana.

Boðið upp á te úr íslenskum villijurtum ásamt léttum veitingum.

Opið verður á sýninguna í framhaldi á eftirfarandi tímum:
Sunnudag 2.sept. 15-17
Mánudag 3. sept 16-18
Þriðjudag 4.sept 16-18

Solveig Thoroddsen er Reykvíkingur en hefur ferðast og búið víða á landsbyggðinni. Hún hefur lengst starfað sem grunnskólakennari og nú sem leiðsögumaður. Solveig vinnur í ýmsa miðla og eru umfjöllunarefnin gjarna samskipti manns og náttúru svo og pólitísk samfélagsmál. Hún hefur tekið þátt í samsýningum bæði heima og erlendis og árið 2017 gaf Partus út ljóðabók hennar Blekrými í bókaflokkinum Meðgönguljóð. Solveig lauk B.A. í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2010 og M.A. frá sama skóla árið 2015.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com