Borgarsogusafn12

Náttúran ræður för, ný sýning í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur

Hvað? Ljósmyndasýning:Náttúran ræður för

Hvenær? Opnar á Safnanótt 7. febrúar kl. 18

Hvar? Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Náttúran ræður för er yfirskrift nýrrar ljósmyndasýningar með verkum eftir Zuzanna Szarek sem opnuð verður í Skoti Ljósmyndasafnsins á Safnanótt 7. febrúar.

Við hreyfum okkur hægt þegar við ferðumst í tómarúmi. Í mikilfenglegu landslagi verða hlutföllin slík að jafnvel þótt við hreyfum okkur hratt virðumst við nývöknuð eftir erfiðar draumfarir. Tímaskeið eru skráð í hraunlög, óendanlegan vatnsflaum og mannanna verk sem liggja undir skemmdum og sjá má víðsvegar um landið. Náttúran allt í kringum okkur er síbreytileg og ófyrirsjáanleg en það er ekki á færi nokkurs manns að stjórna henni. Öðru hvoru sést hús eða bíll sem lítur út eins og yfirgefið leikfang. Skilti vara við grjóthruni úr bröttum hlíðum. Einhvers staðar í óbyggðum sést svo steypt hella við hliðina á stálbrú sem hefur eyðilagst í flóði fyrir nokkrum árum. Þessu landi er ekki stýrt af manneskjum. Regnið fellur á ofsafenginn hátt á þakið og niðursuðudós feykist til og frá í rokinu. Það er dimmt úti. Hér verðum við næturlangt.

Árið 2016 hóf Zuzanna Szarek að vinna að ljósmyndaröðinni „Náttúran ræður för.“ Hún ók hinn sívinsæla hringveg, þjóðveg númer eitt, en í stað þess að ljósmynda skemmtileg viðfangsefni ákvað listamaðurinn að einblína á ákveðnar breytingar í umhverfinu og áhrif fólks á draumkennt landslagið. Hér er sýnt fram á að enn má finna staði sem ekki hafa verið mengaðir af grimmilegum iðnaðarframkvæmdum. Náttúran ræður för.

Sýningin stendur til 3. maí 2020.

Zuzanna Szarek

Zuzanna Szarek ljósmyndari

Katarzyna Sagatowska sýningarstjóri

Zuzanna Szarek er pólskur myndlistarmaður, ljósmyndari og kvikmyndahandritshöfundur.

Hún hlaut doktorsgráðu og útskrifaðist með láði frá Sjónlistadeild Myndlistarháskólans í Varsjá. Hún hefur einnig kennsluréttindi.

Katarzyna Sagatowska er pólskur safnstjóri, ljósmyndari, fyrirlesari og listrænn viðburðastjóri.

Nánari upplýsingar um sýninguna, Zuzanna Szarek og Katarzyna Sagatowska er að finna á vef safnsins https://borgarsogusafn.is/ljosmyndasafn-reykjavikur/syningar/natturan-raedur

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com