Port

Narfi – QRING EFTIR QRING

Laugardaginn 6. apríl kl. 16:00 opnar Narfi sýninguna QRING EFTIR QRING í Gallery Port.

Upphaf sýningarinnar má rekja til ársins 2014 á ónefndri skrifstofu á Laugaveginum. Þar sat Narfi með kúlupenna sem stóð á sér. Hring eftir hring krassaði hann með pennanum til að reyna að kalla fram blekið. Smám saman birtist blekið úr stífluðum pennanum og rann óhindrað í hringi svo úr varð einhvers kona net spírala. Sumir þykkir, aðrir þunnir. Sumir stórir, aðrir smáir. Endurtekningin og mynstrin sem birtust kveiktu hugmynd sem hefur síðan þá orðið að stílbragði sem hefur tekið á sig mynd í málverkum, veggverkum og húðflúrum Narfa.

Árið 2018 urðu svo önnur kaflaskil þegar kúlupenninn endaði í kjaftinum á borvél. Hraðinn og nákvæmnin í borvélinni gerði það að verkum að mynstrið og blæbrigðum þess var betur stjórnað af listamanninum en útkoman varð óútreiknanlegri. Framlag vélarinnar varð stærri partur af verkum Narfa og skil listamanns og vélar urðu óskýr. Narfi varpar fram spurningunni hvort að vélin sé viðeigandi tól til listsköpunar og hvaða áhrif það hefur á gildi verkanna. Í gegnum aldirnar hefur maðurinn notað vélar til þess að létta sér verkin. Er þetta rökrétt framhald?

Sýningin er opin til 20.apríl

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com