F83906e9 4899 4fce Adfb 4c55cd558925

Námskeiðið Málum með jörðinni 26.-27. október

Málum með jörðinni |
Námskeið fyrir grunnskólakrakka í vetrarfríinu

Við bjóðum barnafjölskyldur velkomnar á námskeiðið Málum með jörðinni í vetrarfríi skóla í Kópavogi. Námskeiðið stendur yfir tvo daga, 26.-27. október kl. 10-13, og er velkomið að mæta annan hvorn eða báða dagana.

Á námskeiðinu munum við fara í ferðalag um málverkasýninguna Staðsetningar með verkum Einars Garibalda og Kristjáns Steingríms í fylgd með listakrákunum Iðu, Litíu og Hringi. Við skoðum mismunandi staði í verkum málaranna og kynnumst því hvernig málverk geta verið gerð úr jarðvegi. Ferðin leiðir okkur í Náttúrufræðistofu Kópavogs þar sem við kynnum okkur jarðfræði landsins, rannsökum steina í smásjá og leitum að tengingu á milli vísinda og myndlistar. Enn fremur munum við búa til málningu úr mold og gera okkar eigin listaverk með náttúrunni.

Námskeiðið er miðað að börnum á grunnskólaaldri en er opið öllum aldurshópum. Námskeiðið er hluti af fræðsludagskrá Menningarhúsanna í Kópavogi og er þátttaka ókeypis.

Í tilefni af vetrarfríi í grunnskólum í Kópavogi fá fullorðnir frítt inn í Gerðarsafn í fylgd með börnum, 26.-27. október. Listakrákurnar Iða, Litía og Hringur slást gjarnan í för með forvitnum krökkum um sýningar safnsins í leit að formum, litum og hreyfingum í listaverkunum. Á neðri hæð safnins er að finna Stúdíó Gerðar þar sem er hægt að gera eigin listaverk innblásin af sýningum safnsins.

Fjölbreytt dagskrá verður í Bókasafni Kópavogs í vetrarfríinu.

Fimmtudagur 26. okt.
11:00 Starwars-bíó
13:00 Vísindasmiðja Háskóla Íslands
14:00 Borðspil og notaleg stemning
Föstudagur 27. okt.
11:00 Starwars-bíó
13:00 Starwars-bíóið heldur áfram!
_______________

Let’s paint with the earth | Art workshop for kids

Gerðarsafn will host a two day workshop for kids on winter leave in Kópavogur 26.-27. October at 10 a.m. to 1 p.m. The group will explore the exhibition Emplacement, visit the Natural History Museum and learn how to create artworks from mud and stones.

The workshop is part of the educational program in The Culture Houses of Kópavogur and is participation free of charge. During winter vacation in elementary schools in Kópavogur 26.-27. October, adults accompanied by children get free admission to Gerðarsafn.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com