28827041 1816964724989439 8801567910692734656 O

Námskeið í myndbandagerð hjá Myndlistaskólanum

Helgina 14. – 15. apríl verður Kolbeinn Hugi, myndlistamaður, með námskeið í myndbandagerð.

Þátttakendur munu læra grunnatriði videoforritsins Adobe Premiere.

Unnið verður með hljóð og videoefni fundið á netinu og það “remixað” til þess að búa til sjálfstætt video, eitt eða fleiri.
Ef nemendur vilja vinna með eigið efni er þeim frjálst að mæta með eigið videoefni og vinna með það.

Farið verður í helstu atriði:
– Klippingu myndefnis
– Grunn hljóðvinnslu
– Grunn samsetningu (compositing) og hvernig vinna má með efni sem skotið er fyrir framan greenscreen
– Þjöppun og hvernig er best að flytja efnið út úr forritinu til notkunar

Kennt verður á laugardeginum 14. apríl og sunnudeginum 15. apríl frá kl. 10:15-14:30.

Nánari upplýsingar og skráningu má finna á www.mir.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com