
NAFN MITT ER LÝÐRÆÐI / MY NAME IS DEMOCRACY.
NAFN MITT ER LÝÐRÆÐI / MY NAME IS DEMOCRACY.
Sýning Birgis Snæbjarnar Birgissonar opnar í Ganginum Rekagranda 8, 107, Reykjavík, fimmtudaginn 16. apríl. Milli klukkan 17:00 til 19:00.
Heiti sýningarinnar vísar til texta sem feminíski activistahópurinn FEMEN hefur notað. Hópurinn hefur barist gegn flestu af því óréttlæti sem viðgengst í nútímasamfélögum. Hann á uppruna sinn að rekja til Úkraínu, en flúði með höfuðstöðvar sínar til Parísar. FEMEN hópar hafa sprottið upp víða og verður því rödd þeirra sífellt háværari. Heiti sýningarinnar á ekki síst við á Íslandi þessi síðustu misseri, þar sem deilt er um sem aldrei fyrr hvort lýðræðishugmyndin hafi borið hnekki.