top of page

MÁNUÐUR MYNDLISTAR ER VETTVANGUR TIL AÐ KYNNA STARF MYNDLISTARMANNA FYRIR ALMENNINGI, GERA FAGIÐ AÐGENGILEGRA ÖLLUM ÁSAMT ÞVÍ AÐ AUKA UMRÆÐU UM MYNDLIST OG MYNDLISTARMENN.

Mánuður myndlistar er fræðsluverkefni sem haldið er á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna í október ár hvert. Verkefninu er ætlað að fræða almenning, þá helst aðila á grunn- og framhaldsskóla aldri, um störf og starfsumhverfi myndlistarmanna sem og eðli fagsins. Einn veigamesti hluti starfsins eru skólakynningar myndlistarmanna í grunn- og framhaldsskólum víðsvegar um landið. Kynningarnar hafa gefist vel og orðið árviss viðburður í mörgum skólum.

 

 

SKÓLAKYNNINGAR 2022:

Einn stærsti liður Mánaðar Myndlistar er að bjóða grunn- og framhaldsskólum víðs vegar um landið upp á skólakynningar. Þá heimsækja myndlistarmenn skólana og kynna starf sitt, starsferil og verkefni. Með þessum hætti er von um að vekja athygli barna og ungmenna á tilurð myndlistar í íslenskri menningu og sömuleiðis að opna augu þeirra fyrir möguleikum á skapandi framtíðarstarfi. Skólakynningarnar hafa verið vel sóttar og fjöldi skóla sækir um, verkefnið reynir eftir fremstu getu að bjóða öllum upp á kynningu sama hvar skólar eru staðsettir um landið.

 

Lokað hefur verið fyrir umsóknir um skólakynningar 2022

 

Leiðbeiningar fyrir myndlistarmenn  (Sjá pdf MM-Tékklisti-Listamenn)

 

Leiðbeiningar fyrir skóla (Sjá pdf MM-Tékklisti-Skólar)

bottom of page