37d2b0cd 04d3 4af1 9ad5 A8d50d4a0534

Myrkraverk: Leiðsögn listamanns og sýningarstjóra á Kjarvalsstöðum

Sunnudag 18. mars kl. 14.00 á Kjarvalsstöðum

Leiðsögn um sýninguna Myrkraverk með Siggu Björg Sigurðardóttur myndlistarmanni og Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóra.

Á sýningunni eru verk listamanna sem hafa fengið innblástur úr þjóðsögum og ævintýrum eða skapað sinn eigin huliðsheim. Hvort tveggja endurspeglar mannlega tilvist, samskipti, tilfinningar og hugarástand.

Sýningin er uppfull af dularfullum og spennandi verkum sem kveikja á ímyndunaraflinu einmitt á myrkasta tíma ársins.

Hér mætast ólíkar kynslóðir listamanna:
Alfreð Flóki (1938–1987)
Ásta Sigurðardóttir (1930-1971)
Jóhanna Bogadóttir (1944)
Kristinn Pétursson (1896–1981)
Sigga Björg Sigurðardóttir (1977)
Sigurður Ámundason (1986)

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

Mynd: Markús Þór Andrésson sýningarstjóri og Sigga Björg Sigurðardóttir myndlistarmaður.

Viðburðurinn á Facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com