Download (22)

Myndstef hefur opnað fyrir styrkumsóknir og ný heimasíða

Myndstef hefur nú opnað fyrir styrkumsóknir til samtakanna ásamt með for-opnun nýrrar heimasíðu.

 
Helstu upplýsingar styrkja Myndstefs 2018:

Verkefnastyrkir
Rétt til að sækja um verkefnastyrki hafa þeir myndhöfundar sem eru aðilar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar.
 
Ferða-og menntunarstyrkir
Rétt til að sækja um ferða- og menntunarstyrk hafa þeir myndhöfundar sem hafa verið félagsmenn í Myndstefi í a.m.k. eitt ár.
 
Opið er fyrir styrkumsóknir 2018 frá 21. júní til kl 23:59 mánudaginn 3. september.
Styrkupphæðir árið 2018 eru:
Verkefnastyrkir 400.000 kr hámark
Ferða-og menntunarstyrkir 150.000 kr hámark
 
Frekari upplýsingar og úthlutunarreglur má nálgast hér: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/reglur/
 
Upplýsingar um Myndstef má finna á heimasíðunni: https://myndstef.is/um-myndstef/
 
Mig langar að biðja ykkar félag að vekja athygli á styrkumsóknum til Myndstefs, t.d. á Facebook og/eða heimasíðu félagsins. Myndstef hefur nú þegar sent frá sér fjöldapóst til allra félagsmanna sem skráðir eru með netfang.
 
Meðfylgjandi eru skjöl sem má dreifa.
Hér eru hlekkur á styrkumsóknir: https://myndstef.is/hofundar/styrkir/umsoknir/
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com