Yndljood Oskararni Heimasida

Myndljóð, Óskar Árni Óskarsson 11. ágúst – 30. september 2017

Myndljóð eftir Óskar Árna Óskarsson
11. ágúst – 30. september 2017
*English below

Föstudaginn 11. ágúst kl. 16 verður opnuð sýning á myndljóðum Óskars Árna Óskarssonar. Sýningin er haldin í tilefni af sérstakri hátíðarútgáfu ljóðasafnsins, sem kom út fyrr á þessu ári. Á opnuninni mun Óskar Árni lesa nokkur myndljóð.

Myndljóð Óskar Árna samanstanda af titlum og táknum, nánar tiltekið bókstöfum og greinarmerkjum. Táknunum eða letureiningunum er raðað á síðuna þannig að úr verður mynd, mynd sem titillinn lýsir – og lýsir ekki. Sum ljóðin afareinföld eins og „Dagur fyrir sápukúlur“, en þar stendur ein mannvera – táknuð sem „i“ – á striki og upp frá henni þyrlast sápukúlur – táknaðar sem gráðumerki „°“ og eitt „o“ (stór sápukúla). Önnur eru flóknar smíðar sem illgerlegt er að lýsa.

Ljóðin eru samin á ritvél, nánar tiltekið Silver Reed EZ 21 ritvél. Fyrstu ljóðin birtust árið 1997 í 25. hefti tímaritsins Bjartur og frú Emilía, „sérrit án orða“, en síðan hefur bæst í safnið, meðal annars í Blýenglinum (2015).

Sýningin er staðsett á fimmtu hæð Borgarbókasafnsins í Grófarhúsi og stendur til septemberloka.
________________________________

Poems without words | Óskar Árni

An exhibition of poems without words by Óskar Árni Óskarsson will open Friday August 11th at 4 pm, at the Reykjavík City Library in Tryggvagata. The exhibition follows upon a special edition of a collection of Óskar Árni‘s concrete poems, published earlier this year. The author will read from his work at the opening.

Óskar Árni‘s concrete poetry is composed of titles and the letters of the alphabet, together with other typographical symbols. These are arranged on the page to form an image, which does or does not fit the title. Some of the poems are decepitvely simple, such as „Dagur fyrir sápukúlur“ (A Day for Soap Bubbles), where one human being – in the form of an ‚i‘ – stands on a line surrounded by a loose group of degree symbols °, and a single ‚o‘ – standing for a larger bubble. Others are too complicated for a short description.

The poems are created on a typewriter, a Silver Reed EZ 21. They first appeared in 1997, in the literary journal Bjartur og frú Emilía, but since then a few have been added and are included in the special edition.

The exhibition is located on the fifth floor of the Reykjavík City Library in Tryggvagata, and closes at the end of September.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com