Myndlistaskólinn í Reykjavík – deildarstjóri keramikdeildar

Myndlistaskólinn í Reykjavík auglýsir 50% starf deildarstjóra keramikdeildar laust til umsóknar. Skólinn er sjálfseignarstofnun, rekinn af félagi starfandi myndlistarmanna og hönnuða. Markmið skólans er að efla grunnmenntun í sjónlistum og miðla sem best þekkingu í verklegum og fræðilegum þáttum. Skólinn býður upp á fjölbreytt námskeið í keramiki fyrir börn og fullorðna nemendur en stærsta verkefnið innan keramikdeildar er keramikbrautin, tveggja ára fagháskólanám í keramiki sem byggir á hugmynda- og hönnunarvinnu, verktækni og listrænni útfærslu. Deildarstjóri stjórnar öllu faglegu starfi innan deildarinnar; skipuleggur skólaárið, ræður kennara og hefur umsjón með nemendahópnum.

 
Við leitum að metnaðarfullum myndlistarmanni eða hönnuði með háskólamenntun í leirlist, víðtæka efnis- og fagþekkingu, góða innsýn í það sem efst er á baugi í faginu, öflugt tengslanet, ríka skipulagsgáfu og brennandi áhuga á skólastarfi. Ennfremur er æskilegt að viðkomandi hafi kennsluréttindi á framhaldsskólastigi.

 
Umsókn þarf að fylgja ítarlegt yfirlit yfir starfsferil ásamt greinargerð þar sem framtíðarsýn umsækjanda og forsendur umsóknar koma fram. Umsóknir skulu vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu skólans, Hringbraut 121, 101 Reykjavík, fyrir kl. 17:00 föstudaginn 31. mars 2017. Nýr deildarstjóri tekur formlega við deildinni í byrjun ágúst en æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Skólinn áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum.
Frekari upplýsingar veitir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, skolastjori@mir.is.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com