MIR Logo (002)

Myndlistaskólinn í Reykjavík: Hádegisfyrirlestur | Jonathan Keep & leirþrívíddarprentun

English below.

Á föstudaginn næstkomandi, 31.janúar, verður leirlistamaðurinn Jonathan Keep með opinn hádegisfyrirlestur um leirþrívíddaprentun í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Jonathan Keep starfar í Bretlandi sem listamaður og frumkvöðull í leirþrívíddarprentun. Hann er þekkur fyrir að hafa þróað leirþrívíddarprentara fyrir opinn hugbúnað sem er öllum aðgengilegur á netinu.

Keep hefur haldið fjölmörg námskeið um þessa tækni útum allan heim. Síðustu tvær vikur hefur hann verið gestakennari við keramikbraut skólans og að loknum fyrirlestrinum gefst gestum tækifæri til að skoða pop-up sýningu nemenda en þar verða sýnd verk sem eru í vinnslu á námskeiðinu. Sýningin er í keramikdeildinni og stendur frá kl. 12-15.

Hægt er að skoða verk Jonathan Keep á heimasíðu hans http://www.keep-art.co.uk

Staðsetning:
Módelsalur
2.hæð – JL-húsinu, Hringbraut 121

Dvjöl Jonathan Keep á Íslandi er styrkt af Erasmus +.

–>>

On Friday January 31st., Jonathan Keep, a UK based artist and 3D print innovator will give an open lecture on his work at Myndlistaskólinn í Reykjavík,

Beside his work as an artist, Keep developed a 3D ceramic printer kit for simple open source usage. He has given numerous workshops globally on this technique.

To see more about Jonathan Keep, visit his website:
ttp://www.keep-art.co.uk

Jonathan Keep has been giving a two weeks course in 3D ceramic printing at the Ceramics Department. After the lecture, the audience are welcome to visit the students´ pop up exhibition of work in progress, which takes place from 12.00-15.00

Granted by the Erasmus + program.

Location:
Módelsalur
2.floor – JL-húsið, Hringbraut 121

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com