Myndlistaskólinn auglýsir starf deildarstjóra sjónlistadeildar laust til umsóknar

Myndlistaskólinn auglýsir starf deildarstjóra sjónlistadeildar laust til umsóknar

Nánari upplýsingar á vefsíðu: http://www.myndlistaskolinn.is/efni/starf_deildarstjora_sjonlistadeildar_laust_til_umsoknar Starf deildarstjóra sjónlistadeildar laust til umsóknar

Sjónlistadeild er listnámsdeild á framhaldsskólastigi. Innan deildarinnar eru tvær námsleiðir; tveggja ára listnámsbraut til stúdentsprófs og árs listnám til undirbúnings fyrir listaháskóla.
Deildarstjóri skipuleggur skólaárið, ræður kennara og heldur utan um nemendahópinn og starfið í deildinni. Við leitum að myndlistarmanni eða hönnuði með áhuga á skólastarfi, góða skipulagsgáfu, reynslu af stjórnun og réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi.

Umsókn þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og greinargerð um ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.
Umsóknum skal skila skriflega á skrifstofu skólans fyrir 9. mars 2015. Viðkomandi þarf að geta hafið störf í byrjun júní n.k.

Menntunar- og hæfniskröfur:
Háskólanám í myndlist eða hönnun
Réttindi til kennslu á framhaldsskólastigi
Stjórnunarreynsla
Skipulagshæfileikar
Lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar veitir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, skolastjori@mir.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com