Gott Fyrir Sjonina AGT

Myndlistarsýning tileinkuð hænunni Belindu í Akranesvita

Dagana 6. – 29. júlí er í Akranesvita  myndlistarsýning Önnu G. Torfadóttur og Gunnars J. Straumland. Sýningin er liður í Írskum dögum á Akranesi  og er opin alla daga frá kl. 10 – 18. Nemendur í Tónlistarskóla Akraness flytja tónlist alla virka daga.

Anna stundaði nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík og Myndlista- og handíðaskóla Íslands, nú Listaháskóla Íslands og útskrifaðist úr grafíkdeild 1987.  Hún hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis er félagsmaður í SÍM. Anna sýnir grafíkmyndir, dúkristur og vatnslitamyndir á gömul bókablöð. Hún starfrækir eigin grafíkverkstæði í Hvalfjarðarsveit.

Gunnar J. Straumland stundaði myndlistarnám við Myndlistarskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og AKI, Enschede í Hollandi. Hann hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum bæði hér heima og erlendis. Í verkum sínum leitast hann við að ná fram tímalausu andrúmslofti ævintýra í íslenskri náttúru í skilum milli raunskynjunar og hugmyndaheims. Þar komast þekkjanleg fyrirbrigði í óvæntar aðstæður og óvænt samhengi.  Gunnar er kennari  við Grunnskólann í Borgarnesi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com