Myndlistarsýning Þóru Einarsdóttur

Þóra_ÍG_mynd

 

Myndlistarsýning Þóru Einarsdóttur

 

Þóra Einarsdóttir opnar sýninguna “Nærmynd” í Grafíksalnum, Tryggvagötu 17, hafnarmegin, 21. ágúst, kl. 17-19. Á sýningunni verða olíumálverk og dúkristur þar sem viðfangsefnið er gömul yfirgefin hús sem Þóra heimsótti á Vestfjörðum og á Vesturlandi árið 2014. Þar veltir listakonan fyrir sér spurningunni af hverju hús og staðir eru yfirgefnir?

Þóra stundaði nám í Myndlistarskólanum í Reykjavík 1991-1995 og hefur síðan sótt námskeið hjá hinum ýmsu myndlistarmönnum. Þóra hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis m.a. í Róm og á Sikiley og í Louvre safninu í París.

 

Sýningin Þóru stendur til 6. september, opið alla daga kl. 14-18. Allir velkomnir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com