Image

Myndlistarsýning Árna Ingólfssonar í Listhúsi Ófeigs

ÁRNI INGÓLFSSON opnar myndlistarsýninguna MYNDLÍKINGU í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, laugardaginn 6. maí kl. 15:00-17:00.

Árni segir um sýninguna: Myndlíkingin er einstaklingur sem fer umframandi slóðir með luktartýru og reynir að ná til byggða. Á þeirri ferð rekst hann ítrekað á sjálfan sig, stundum er hann bjartur og fagur stundum úfinn og óárennilegur, líkastur dýri, manndýri, villtur en forvitinn. Ég tekst á við þessa mynd, áskorun að lesa í kennileitin. Týran lýsir stöðugt á nýjar leiðir, ein mynd tekur við af annari í samfellu.

Efniviður: Olía, krít, teikning eða vatnslitur.

Árni er fæddur 4. 12. 1953. Hann nam myndlist við Myndlista og handíða skólann Reykjavík, einnig við Vrije academie Den Haag, Hollandi og Rijksakademie Amsterdam Holland. Hann hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum hér heima og erlendis frá 1977.

Sýningin opnar 6. maí og stendur til 31. maí 2017. Sýningin er opin á verslunartíma.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com