T.O.R

myndlistarmaðurinn Þór Ludwig Stiefel T.O.R.A opnar einkasýningu í LITLA GALLERÝ í Hafnarfirði

Laugardaginn 7. mars opnar myndlistarmaðurinn Þór Ludwig Stiefel T.O.R.A einkasýningu í LITLA GALLERÝ Strandgötu 19, Hafnarfirði

Sýningin ber yfirskriftina: Listamaður á krossgötum. Á sýningunni leggur listamaðurinn áherslu á málverk og vinnur með liti form og tilfinningar. Þór Ludwig Stiefel T.O.R.A er að vinna með sjálfsmyndina og fjallar myndlistin um tilurð og gerð Sjálfsins og er leitast við að svara spurningunni: Hvers vegna erum við að skapa list?

LITLA GALLERÝ var formlega opnað þann 12.09.2019. LITLA GALLERÝ er í grunninn listagallerí sem leggur áherslu á myndlist og grafík. Markmið þess er að bjóða upp á áhugaverðar sýningar og um leið að vera gluggi fyrir listafólk þar sem það getur komið sér á framfæri og selt list sína. Galleríið er staðsett að strandgötu 19 Hafnarfirði og rekið af Elvari Gunnarssyni og Sigríði Margréti Jónsdóttur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com