Borgarsogusafn12

MYNDIR ÁRSINS – Föstudagsflétta á Ljósmyndasafni

Bestu myndir ársins 2019

Sýningarspjall seinni hluti – Föstudagsflétta Ljósmyndasafnsins

Nú er komið að seinni hluta umfjöllunar um verðlaunamyndir ársins 2019. „Myndir ársins 2019“ er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands. Á sýningunni í ár eru 96 myndir frá liðnu ári sem valdar voru af óháðri dómnefnd úr 836 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Þrír af þeim ljósmyndurum sem hlutu verðlaun fyrir Mynd ársins 2019 kynna myndir sínar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur kl. 12:10, föstudaginn 29. maí.

Að þessu sinni verða það þau Eggert Jóhannesson sem hlaut verðlaun fyrir umhverfismynd ársins; Heiða Helgadóttir fyrir bestu mynd í flokknum daglegt líf og besta portrettmynd ársins; og Sigtryggur Ari Jóhannsson fyrir fréttamynd ársins.

Portrettmynd ársins
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com