Warrior, Sci-fi

Myndaþraut í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 17.-22. apríl

Myndaþraut í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á Barnamenningarhátíð 17.-22. apríl

Í tilefni af Barnamenningarhátíð verður á Ljósmyndasafninu í Reykjavík boðið upp á skemmtilega myndaþraut um sýninguna ÞESSI EYJA JÖRÐIN sem fjallar um íslenskt landslag. Þrautin gengur út á samveru og samvinnu fjölskyldunnar sem þurfa að hjálpast að við að leysa það sem fyrir þau er lagt.

Á safninu er að finna leitarvélar sem gaman er að setjast við og skoða gamlar ljósmyndir. Í einni af vélunum er að finna myndir sérstaklega af börnum við ýmis tilefni í leik og störfum. Það er gaman að þysja sig inn í myndirnar og skoða smáatriðin og velta fyrir sér lífi og aðstæðum barnanna á ólíkum tímum.

Á Ljósmyndasafninu er einnig að finna grúskhorn en þar verða í tilefni af Barnamenningarhátíð hafðar barnabækur sem fjalla um ævintýraeyjur, skrímsli, geimverur og fjölbreytta náttúru en þetta eru viðfangsefni sem eru í takt við inntak yfirstandandi sýningar á safninu.

Ókeypis aðgangur fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com