MG 8871

Munur í sýningarsal Skaftfells

(ENGLISH BELOW)

Munur í sýningarsal Skaftfells

Verk þeirra Claudiu Hausfeld, Sindra Leifssonar, Evu Ísleifsdóttur og Elísabetar Brynhildardóttur sem birtast á sýningunni „Munur” takast á við spurningar um heim hlutanna á einn eða annan hátt.  Titill sýningarinnar vísar í margar áttir. Munur sem hlutur, gripur, eitthvað sem krefst varðveislu og undirstrikar verðmætamat, en sömuleiðis bil sem aðgreinir þegar tveir eða fleiri hlutir eru bornir saman.

Um þessar mundir er mikið horft til þeirra hluta sem umkringja menningarheim okkar, bæði í neyslumenningu sem sprengir öll eldri viðmið í framleiðslu og dreifingu varnings, en einnig vegna þess að eftir iðnbyltingu hafa í fyrsta sinn komið á sjónarsviðið manngerð fyrirbæri sem taka örskamma stund í framleiðslu en tugþúsundir ára í eyðingu. Hlutir sem skara gjörólíka tímaskala; hinn manngerða tímaskala og hinn jarðfræðilega. Á sama tíma beinist aukin athygli að lífi þessara hluta sem mikilvægra vísbendinga um gildismat og aðstæður menningarinnar

Bjarki Bragason, myndlistarmaður og lektor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands stýrir sýningunni sem er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands og Myndlistarsjóði.

Sýningarsalurinn er opinn daglega frá kl. 15:00-21:00, á sama tíma og Bistróið. „Munur” stendur til 28. jan 2018.

“The thing is” at Skaftfell

New works by Claudia Hausfeld, Sindri Leifsson, Eva Ísleifsdóttir and Elísabet Brynhildardóttir presented in the exhibition “The thing is”, at Skaftfell Center for Visual Art, explores objecthood in a multitude of ways. The title of the exhibition points in different directions; in the Icelandic “Munur” refers to things, artifacts hinting to or demanding preservation yet similtanously the word can signify difference, a comparison of variables while “The thing is” is the beginning of a conversation, explination and a statement on the way of things, objects or conditions.

The current interest in objecthood today must in part stem from the current and unprecendented levels of consumption, production and circulation of goods and the fact that after the industrial revolution, humans for the first time managed to produce objects that supercede time and space. This is the collision of the human and geological time scales, which until recently had not intercepted. Something which takes moments to ignite may take dozens of thousands of years to vanish, indicating our value systems and cultural condition.

Curated by Bjarki Bragason, artist and assistant professor at the Iceland Academy of the Arts, the exhibition is generously suppored by The Regional Devolopment Fund of East Iceland and the Icelandic Visual Arts Fund.

The gallery is open daily from 15.00-21.00, concurrent with the Bistro. The exhibition concludes Jan 28, 2018.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com