
Morgunn – síðustu sýningardagar og listamannaspjall
Hallgerður Hallgrímsdóttir verður með listamananspjall um sýninguna Morgunn í SÍM salnum, þriðjudaginn 26. júlí kl.12:00. Sem er jafnframt síðasti sýningardagurinn.
Ljósmyndunum var safnað í dagrenningu sumarhelga í miðborg Reykjavíkur. Þegar nótt og dagur ríkja samtímis, augnablikin virðast ævarandi og æska og dauðleiki mætast í mávagarginu. Á stundum fullum af viðkvæmri alsælu, ást og skyndibita.
Sýningin er opin virka daga á skrifstofutíma milli kl 10-16 í Hafnarstræti 16.
Sýningin mun standa yfir til kl. 16.00 þann 26. júlí.
Myndir frá opnun sýningarinnar 7. júlí.