M Grzymala Raumzeichnungder Fremde Raum 2016 Detail1 400×300.jpg.pagespeed.ce.Q4Ex Gh0Ra

Monika Grzymala opnar einkasýningu í BERG Contemporary

Monika Grzymala opnar einkasýningu í BERG Contemporary, laugardaginn 14. janúar klukkan 17.

Drawing Spatially – Raumzeichnung
14.01 – 25.02 2017
Monika Grzymala

Monika Grzymala (f.1970) lærði myndlist, steinhögg og forvörslu í listaháskólum Kaiserslautern, Karlsruhe, Kassel og Hamborgar í Þýskalandi. Verk hennar einkennast helst af línuteikningu í þrívíðu rými. Í innsetningum sínum notast hún við ýmis efni, iðnaðarlímband, pappír, vír og jafnvel lifandi tré. Hún aðlagar efnivið sinn að sýningarrýminu hverju sinni og skapar þannig einstaka skúlptúra sem gestir upplifa ekki einungis sjónrænt, heldur einnig á hreyfingu í gegnum umbreytt rými gallerísins þar sem þrívíð teikning hennar vísar veginn.

Monika hefur hlotið fjölda verðlauna og styrki, auk þess sem verk hennar hafa meðal annars verið sýnd í Tokyo Art Musem (2010), Museum of Modern Art í New York (2010), á Sidney Tvíæringnum (2012), í Albertina í Vín (2015), Lisson Gallery í London (2016), Listasafni Reykjavíkur (2016), Eacc Espai D’Art Contemporani de Castelló á Spáni, hjá Woodner Company í New York, Hau 1 Hebbel am Ufer í Berlín og í listasafni Mörtu Herford í Þýskalandi. Monika Grzymala býr og starfar í Berlín.

Monika texti i´slenska-1

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com