Mocca, sviðslistakona og söngkona með námskeið fyrir áhugasama

Japanska söngkonan Mocca verður með námskeið í söng og öndun, í Reykjavík þann 4. og 5. ágúst nk. Þetta verður einstakt tækifæri til þess að fara á námskeiðið hennar. Mocca, sem vinnur með rödd, yoga og öndunartækni til að ná fram frelsi í rödd og hreyfingu. Hún blandar saman áhrifum frá Butoh dansi og hefðbundnum japönskum og indverskum hugleiðsluaðferðum.

Námskeiðið verður haldið Í Yoga Shala, Skeifunni 7, 3.hæð , 108 Reykjavík (sama hús og Elko en gengið inn vinstra megin) þann

4 ágúst kl. 18:00-20:00

5 ágúst kl. 18:00-20:00

Verð: 3000 krónur fyrir annan daginn, 5000 krónur fyrir báða dagana (vinsamlegast komið með reiðufé)

Um Mocca

Mocca er söngkona og sviðslistakona sem hefur verið starfandi í 17 ár. Hún fæddist í Gifu, Japan og byrjaði að söngferil sinn árið 2001. Mocca hefur heillað fólk út um allan heim með túlkun sinni á klassískri tónlist og popptónlist, en hún nýtur þess að spinna út frá einni hugsun og andartaki í tíma. Rödd hennar hefur mátt, til þess að framkalla dulmagnaða stemningu; hún getur umbreyst í fugl, ský, álfamey, sterka hetju, hafið og tímann sjálfan. Orð hennar og laglínur eru fullar af orku og kalla á allar tegundir af dansi.

Mocca byrjaði söngferilinn með því að umbreyta rödd sinni með ‘loop pedal’, en hún spilar einnig á Kalimbu, gítar og píanó. Árið 2010 fór hún í tónleikaferðalag til Evrópu og hélt tónleika í Ítalíu og Frakklandi. Árið 2016 túraði hún aftur með Sólótónleika & Butoh dansi í París, Berlín, Amsterdam og Ósló.

Mocca hefur hlotið viðurkenningu í Japan og annarsstaðar fyrir tónlist sína. Hún hefur unnið sem tónlistarstjóri fyrir Butoh sýningar. Hún hefur sungið og samið tónlist fyrir myndina The Day & The Black Butler. Hún hefur tekið þátt í hátíðum í Asíu og er meðlimur í Butoh hópnum Natural Physical Poets, sem inniheldur m.a. Íslandsvinina Mushimaru Fujieda og Lee Mihee).

“May all being be happy” eru einkunnarorð hennar í leik og starfi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com