Lhi

Mjúk lending – Útskriftarsýning MA nema í myndlist Nýlistasafnið, Marshallhúsinu 4. – 26. maí 2019

Útskriftarsýning meistaranema í myndlist við Listaháskóla Íslands verður opnuð í Nýlistasafninu laugardaginn 4. maí kl. 17.

MA nám í myndlist skapar nemendum vettvang til að dýpka og auka þekkingu sína á sviði samtímamyndlistar. Í gegnum nám sem er rannsóknartengt og vinnur með samfélagslegt samhengi myndlistarinnar er persónuleg sýn á eigin listsköpun styrkt og hún tengd fræðilegum forsendum fagsins.

Mjúk lending nær yfir mörg svið mannlegrar reynslu og tekur til öflugs innra ástands og tilfinninga. Kjarninn í því sem þessir listamenn vinna með er hvað það þýðir að vera mannvera/manneskja í veröld gegnsýrðri margbreytileika eins og; persónulegum, félagslegum, menningarlegum, vistfræðilegum og umhverfislegum. Verkin setja fram margar uppgötvanir og varanlegar kannanir á möguleikum listarinnar til samskipta, persónulegrar tjáningar og sameiginlegs tungumáls.  

Útskriftarsýningin í ár er upphafið á þriggja ára samstarfi Nýlistasafnsins og Listaháskóla Íslands. Þetta er mikilvægt samstarf og tenging fyrir báða aðila. Fyrir meistaranámið í myndlist þá tengir þetta nemendur beint inn í rótgróna og framsækna listastofnun sem nýtur virðingar á alþjóðagrundvelli. Fyrir Nýlistasafnið gefur samstarfið frekari tækifæri til að styrkja unga og upprennandi listamenn sem margir eru að stíga sín fyrstu skref á þessum vettvangi og á sama tíma efla þannig íslenska listasenu. 

Útskriftarnemendur:

Katrina Jane Perry, Kimi Tayler, Kirill Lorech, Margrét Helga Sesseljudóttir, María Hrönn Gunnarsdóttir, Pier Yves Larouche, Ragnheiður Guðmundsdóttir & Sihan Yang

Sýningarstjóri:

Becky Forsythe

Fagstjóri MA náms í myndlist:

Bryndís Snæbjörnsdóttir

Fagstjóri MA fræða í myndlist:

Jóhannes Dagsson
 

#utskriftLHI2019

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com