2

SÍM óskar Mireyju Samper til hamingju með hlýtur “L’Ordre des Arts et des Lettres”

Sendiherra Frakka Graham Paul veitti Mireyu Samper æðstu orðu Frakklands á sviði lista og bókmennta “L’Ordre des Arts et des Lettres” 19. mars síðast liðinn við hátíðlega athöfn.

Mireya útskrifaðist úr Ecole d’Art de Luminy í Marseille Frakklandi með BA gráðu árið 1991 og MA gráðu 1993.

Hún hefur sýnt list sína víða um heim, og starfað talsvert við Franska kvikmyndar- og heimildarmyndagerð.

Mireya stofnaði alþjóðlegu listahátíðina Ferkir Vindar / Fresh Winds árið 2010 hún stjórnar hátíðinni enn í dag.

Sendiherrann ræddi sérstaklega um tengsl Mireyu við Frakkland og þær brýr sem hún hefur byggt milli Frakklands, Íslands og annara landa. 

SÍM óskar Mireyu Samper til hamingju og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com