Mireya Samper opnar í Listasafninu á Akureyri

AR2O7713.jpg       Version 2

 

Laugardaginn 13. júní kl. 15 opnar Mireya Samper sýninguna Endurvarp í Listasafninu á Akureyri. Sýningin endurspeglar ferli og áhrif sem Mireya hefur unnið með og upplifað, bæði á Íslandi og í Japan, undanfarin misseri. Fjallað er um innri og ytri kosmós, óendanleikann, eilífðina, endurtekninguna og hringrásina – innri og ytri hringrás. Nánari upplýsingar um verk Mireyu má finna á heimasíðu hennar http://mireya.is

Á sýningunni er að finna innsetningu, tví- og þrívíð verk eftir Mireyu ásamt verkum eftir japönsku gestalistamennina Tomoo Nagaii sem samdi hljóðverk með innsetningunni, og vídeó verk eftir Higuma Haruo unnið uppúr samvinnu hans og Mireyu með sömu innsetningu. Innsetningin er einskonar „íhugunarrými“ – gestum sýningarinnar býðst að fara inn í rýmið, setjast eða leggjast og gefst þar tækifæri til íhugunar. Þá er einnig japanska gjörningalistakonan Kana Nakamura þátttakandi í sýningunni.

Sýningarskrá kemur út í tilefni sýningarinnar.

Mitsuko Shino, sendiherra Japans á Íslandi mun opna sýninguna og Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri flytur ávarp.

 

Sýningin stendur til 16. ágúst og er opin þriðjudaga til sunnudaga  kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis.

 

 

 

Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum

http://www.listak.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com