Opid

MÍR: Hreinn hryllingur – Form og formleysur – Námskeið

Hreinn hryllingur: Form og formleysur

Þriðjudaginn  14. september hefst námskeiðið Hreinn hryllingur: Form og formleysur í Myndlistaskólanum í Reykjavík.

Á námskeiðinu er fjallað um formfræði og formgerð valdra myndlistarverka í tengslum við spennu- og hryllingsmyndir kvikmyndasögunnar. Tekin er fyrir þversögn þess að laðast að list sem virkar í senn óþægileg, andstyggileg og jafnvel ógnandi. Leiðarstef námskeiðsins er málverkið Ópið eftir norska listmálarann Edvard Munch.

Kennari er Jón B.K. Ransu myndlistamaður og deildarstjóri listmálarabrautar skólans.  

Lesefni námskeiðs er bókin Hreinn hryllingur: Form og formleysur í samtímalist (höfundur: Jón B.K. Ransu). 

Kennsla fer fram í fyrirlestraformi og fellur undir fræðinám. 

Hins vegar eru þeir sem hafa áhuga á teikningu, málaralist eða hver skyns myndsköpun, hvattir til að hafa með sér skissubók.

Kennt er á þriðjudagskvöldum kl 17.45-20.00 í fimm skipti.  

Spennandi valmöguleiki fyrir þá sem hafa áhuga á samtímalist, listasögu og kvikmyndagerð.  

Skráning fer fram hér.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com