HP 2016 A

Minningarsýning um Hönnu Pálsdóttur í ARTgallery GÁTT

ARTgallery GÁTT opnar minningarsýningu á verkum Hönnu Pálsdóttur fimmtudaginn 3. ágúst nk. kl 17-19 í Hamraborg 3a, Kópavogi.

Hanna Pálsdóttir, sem var fædd á Skinnastað í Axarfirði, lést í byrjun þessa árs. Hún var félagi í Anarkíu -Listasal í Kópavogi frá stofnun þess árið 2013.  Við starfslok sín fór hún í myndlistarnám þegar hún varð 67 ára gömul,  fyrst í Myndlistaskólann í Reykjavík og síðar í Myndlistaskóla Kópavogs.  Einnig sótti hún myndlistarnámsskeið og málsstofur, hannaði ótal málverk enda náði hún 16 árum í listinni. Hún talaði alltaf sérlega vel um Bjarna Sigurbjörnsson listmálara sem hvatti hana til dáða, en hann var ásamt Hönnu einn af stofnendum Anarkíu árið 2013. Alls hélt Hanna 16 einkasýningar á verkum sínum.

Með þessari minningarsýningu vilja félagar í Gátt (sem áður hét Anarkía) minnast Hönnu og þakka óeigingjarnt, litríkt og skemmtilegt samstarf í gegnum árin. Sýningin er opin alla daga frá kl 15-18 og stendur yfir til 13.ágúst.

Verið hjartanlega velkomin

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com