BerglindSvavars.Mimesis

“Mimesis” , einkasýning Berglindar Svavarsdóttur í Gallerí Fold

Berglind Svavarsdóttir opnar einkasýningu sína Mimesis í Gallerí Fold þann 25. apríl kl 14:00

Í ljósi varúðarráðstafanna vegna Covid-19 faraldurins verður engin eiginleg opnun heldur munum við streyma opnunninni í gegnum beint-streymi á Facebook síðu Gallerís Foldar. Listamaðurinn mun svo svara fyrirsprunum sem koma í gegnum beina-streymið á meðan að opnun stendur yfir.

Hér er hlekkur á streymið: https://www.facebook.com/events/1897986153669636/?active_tab=about

Sýninguna kallar Berglind „Mimesis“ sem þýða mætti sem eftirlíkingu eða eftirhermu. Þessi röð málverka er eins konar könnunarleiðangur inn í náttúru gróðurs og smádýra. Áhorfendum er boðið að skyggnast inn litríkan og heillandi heim í gegnum eins konar stækkunargler þar sem hægt er að fylgjast með plöntum, dýrum og skordýrum há sína daglegu baráttu til að komast af. Bæði rándýr og bráð notfæra sér list eftirhermunnar til að falla inn í umhverfið, hvort sem það er til að koma andstæðingum sínum í opna skjöldu eða til að flýja þá.

Berglind notar plöntur og skordýr sem viðfangsefni í verkum sínum, þau eru grundvallaratriði fyrir þróun og viðhald lífs á jörðu en jafnframt í sífellt meiri hættu vegna loftslagsbreytinga og hegðunar mannkyns.

Berglind Svavarsdóttir er fædd í Reykjavík en hefur verið búsett á Ítalíu frá árinu 1996. Hún útskrifaðist frá málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1996 og hafði þá stundað skiptinám í málun við Accademia di Belle Arti í Bologna, Ítalíu frá 1994–1995. Eftir það lá leiðin til Mílanó þar sem hún lauk BA-gráðu í málun frá Accademia di Belle Arti di Brera árið 2004 og MA-gráðu frá sama skóla árið 2009. Berglind hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði á Íslandi og erlendis. Þetta er fyrsta einkasýning hennar í Gallerí Fold.

Sýningin stendur frá 25. apríl til 9. apríl 2020 og allan sólarhringin aðgengileg á vefsíðu Gallerís Foldar www.myndlist.is en einnig er hægt að skoða sýninguna í Gallerí Fold alla virka daga milli 10-18 og munum við taka mið af 2 metra reglunni.

Berglind Svavarsdóttir opens her first private exhibition Mimesis in Gallerí Fold on April 25 at 14:00

In light of the precautions for the Covid-19 epidemic, there will be no actual opening, but we will be streaming the opening live on the Gallerí Fold’s Facebook page. The artist will then respond to inquiries that come through the live stream during the opening.

A link to the live stream can be found here: https://www.facebook.com/events/1897986153669636/?active_tab=about

Berglind has titled this exhibition “Mimesis” which roughly translates to “imitation”. This series of paintings is an expedition of sorts into the natural world of plants and small animals. The viewer is invited to take a look into a colorful and captivating world through a looking glass at various plants, animals and insects in their daily struggle for survival. Both predator and prey use the art of imitation to blend into their surroundings, either to take their adversary by surprise or to escape them.

Berglind has a special place in her heart for plants and insects as can be seen through her work, these things being foundational for the evolution and preservation of all life on earth, but both severely threatened by the changing climate and the actions of mankind.

Berglind Svavarsdóttir was born in Reykjavík but has lived in Italy since 1996. She graduated from the painting department of the Icelandic College of Arts and Crafts in 1996 and had also been an exchange student in the Accademia di Belle Arti in Bologna, Italy from 1994-95. She then went to Milano where she finished her BA in painting at the Accademia di Belle Arti di Brera in 2004 and her MA at the same school in 2009. Berglind has held many solo exhibitions as well as collaborative ones both in Iceland and abroad. This is her first solo exhibition at Gallerí Fold.

The exhibition runs from April 25th to April 9th, 2020. The exhibition is available 24/7 on the website of Gallerí Fold www.myndlist.is , you can also view the show in Gallery Fold every weekday between 10-18 and we will take into account the 2 meter rule.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com