V

MIDPUNKT: VIRTUAL_BEINGS2021

Athugið! -yfirtaka listamannsins er hér!  #Vinnustofudvöl #2021.

Midpunkt teymið kynnir til leiks nýja viðbót í starf sitt.

Instagram vinnustofudvölina virtual_beings2021 sem pólska listakonan Joanna Pawlowska sýningarstýrir.

Joanna Pawlowska umsjónarkona vinnustofudvalarinnar.

Í ár munu nokkrir listamenn taka yfir Instagram reikninginn okkar. 

Listamennirnir sýna listsköpun sína, deila sköpunarferlum sínum, kanna nýja möguleika/takmarkanir vettvangsins og bjóða okkur inn á sýningar sínar í gegnum Instagram. 

Meiri list, fleiri avatars og meira Midpunkt! 

Í verkefninu tekur þverskurður listamanna þátt; myndhöggvarar, málarar, flytjendur, og ný miðla listamenn. Hver vinnustofudvöld mun endast í þrjár vikur. 

Markmið okkar er að opna nýtt rými fyrir listamenn sem vilja þróa sköpun sína á netinu og kynna list sína í samhengi við sýndarveruleikann. 

Raunveruleiki Covid-19 faraldsins, skorar á okkur að kanna nýjar sýndar-leiðir til að ná til áhorfenda og við erum ánægð með að taka þetta skref. 

Fyrsti listamaðurinn sem hefur Instagram Vinnustofudvöl Midpunkts er Atli Pálson. 

Atli Pálsson útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2020.

Verk Atla rýna í hversdagslegar athafnir og samfélagsleg gildi á húmorískan máta. Viðfangsefni eins og tilefnislaus verðlaun, persónulegir sigrar, ofurgestrisni og gjafmildi hafa verið í forgrunni verka hans, sem og persónusköpun. Ofgnótt einkennir oft framsetningu þessara hugmynda. 

Þú getur fylgst með list hans núna á Instagram okkar @midpunkt.

Atli Pálsson fyrsti listamaður vinnustofudvalarinnar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com