Midpunkt.opencall

Midpunkt kallar eftir sýningum

Um þessar mundir er Midpunkt að fagna 2 ára starfsafmæli og mun það fara fram í kyrrþey. 

En sýningarstjórar Midpunkt eru ekki af baki dottnir og eru í óða önn að undirbúa næsta ár. 

Midpunkt kallar eftir tillögum að sýningum í rýminu fyrir árið 2021

Sýningar – stórar sem smáar,
Viðburðir,
Yfirtaka,
Gjörningar,
Hátíðir,
Tónleikar,
Dansverk,
Kvikmyndir,
og annað sem listamaðurinn getur ímyndað sér. 

Umsóknarfrestur er til miðnættis 15. Nóvember næst komandi 

Skila skal inn einu pdf skjali sem inniheldur allar upplýsingar um tillögu að listaverki. 

Gott er að hafa lýsandi texta, ferilskrá listamanna, myndir og eða teikningar af fyrirhuguðu listaverki eða eldri verkum. 

Senda skal umsóknina inn á meilið: midpunkt@gmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com