Midpunkt Sign V2 Copy 1

Midpunkt – Japönsk listakona svæfir Kópavogsbúa

« CALL FOR PERFORMERS – onirisme collectif- «

Eftir japönsku listakonuna Mio Hanaoka – Opnun 29. Maí 17-20

Mio Hanaoka er fyrsti erlendi gestur Midpunkt í ár. Hún er japönsk listakona búsett í París. 

Hún er með gráðu í skynrænni sálfræði (cognitive psychology) og verk hennar kanna samlífi, í listrænum og lífrænum skilningi. Hún hefur nú þegar tekið þátt í sýningum í nútímalistasafni og vísindasafni Parísarborgar. 

Í sýningunni Call for Performers ætlar hún að svæfa gesti og veita þeim þannig nýja listræna upplifun. 

Gestum býðst að taka þátt í sköpunarferlinu með listamönnunum með því að sofa og dreyma á viðburðinum. Ef þeir gera það munu þeir kafa í undirmeðvitundinni eftir enn betri list. En munu þeir performera líkt og þeir séu hluti af lífrænni heild verksins? Innsetningin býður þeim að kafa ofan í þróun draumleikana, þar sem nóttin er mold undir rakri sólinni. Onirisme Collectif er stofnað af Mio Hanaoka, Rafael Medeiros, Jake Laffoley og Rebel Rebel (Ragnheiður Bjarnarson&Snæbjörn Brynjarsson) árið 2016. Onirisme hefur kannað ástand draumsins með gjörningum síðan þá.

Mio Hanaoka er fædd í Okinawa, Japan og býr nú og vinnur í París. Verk hennar fela í sér spurningum um samlífi: upplifun á samböndum í samtíma, vangaveltur um af-einstaklingsvæðingu. Þau notast við ýmisskonar miðla, innsetningar og gjörninga, og sýningastjórnun. Mio lærði sálfræði (með fókus á skilvit og skynjanir) við Waseda háskólann í Tokyo, myndlist við Gerrit Rietveld akademíuna í Amsterdam, og útskrifaðist með meistaragráðu frá Paris 8. Hún hefur sýnt í Hollandi, Frakklandi, Króatíu og Japan. Hennar síðustu verk voru í Beaux-Arts í París, Musée d’Art Moderne de la ville de Paris, Cité des Science et de l’industrie. Nánar á miohanaoka.com

Midpunkt er sýningarrými í Hamraborg sem stefnir að því að bjóða upp á framandi, ögrandi og alþjóðlega myndlist. Mio Hanaoka er fyrsti erlendi gestur Midpunkts í ár, en ekki sá síðasti. 

Midpunkt er rekið af Ragnheiður Bjarnarson og Snæbjörn Brynjarssyni og er styrkt af Kópavogsbæ.

Facebook event

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com