236

Midpunkt: Eðli hlutanna eftir þau Birgi Sigurðsson og Elínu Önnu Þórirsdóttur

Ný sýning opnar í Midpunkt 1. apríl.  – english below

Eðli hlutanna eftir þau Birgi Sigurðsson og Elínu Önnu Þórirsdóttur. 

Sýningin er unnin er út frá tilraunum með ólíka miðla, innsæi og samtali þeirra Elínar og Birgis. 

Sýningin er opin frá 14:00 – 17:00 alla páskana. 

____________________________________________

Eðli hlutanna

Birgir og Elín hafa talað reglulega saman í nokkra mánuði, gert tilraunir og búið til verk fyrir þessa sýningu í Midpunkt. Verkin hafa verið smíðuð, leiruð, sett saman, tekin í sundur, tengd við rafmagn, fryst, brennd og mynduð með hitamyndavél.

Elín og Birgir hafa unnið saman að gjörningum síðan 2010 og voru með innsetningu, vídeó og gjörning á Plan B listahátíðinni árið 2019 í Borgarnesi. Að þessu sinni leita þau á nýjar slóðir. Þau nota led ljós, leir, tré og málverk til að gera ljósaskúlptúra. Nú í fyrsta sinn sýna þau afrakstur tilrauna með hitamyndavél þar sem kannað er varmastreymi í listaverkum sem birtist í vídeóverki. Áhorfendur geta haft áhrif á sýninguna með því að breyta litum ljósanna með fjarstýringu. Unnið er út frá tilraunum með ólíka miðla, innsæi og samtali þeirra Elínar og Birgis. 

Birgir Sigurðsson notar ýmiskonar ljósgjafa, rafmagnsvír, steypu, fundna hluti og tré við gerð verka sinna sem eru í módelformi. Verkin vinnur hann sem skissur að stórum ljós-skúlptúrum en þeir standa einnig sem sjálfstæð verk sem unnin eru af mikilli natni með kunnáttu rafvirkjans.

        Birgir hefur starfað í myndlist með rafvirkjavinnu síðustu 20 árin og hefur haldið fjölda sýninga en er að mestu sjálfmenntaður í myndlist.

        Elín Anna Þórisdóttir hefur á ferli sínum tekið þátt í fjölda sýninga og listrænna verkefna. Undanfarin misseri hefur hún notað leir til að búa til lítil rými og fleiri litla kunnuglega hluti sem hún gerir eftir minni og innsæi. Sköpunarferlið er henni hugleikið, listhluturinn og ævintýrin í hinu óvænta.

Opnunartími sýningunnar: 

Fimmtudagur 1.apríl  frá kl. 14.00 – kl.17.00

Föstudagur 2. Apríl  frá kl. 14.00 –  kl.17.00

Laugardagur 3.Apríl. frá kl. 14.00 – kl.17.00

Sunnudagur 4. Apríl frá kl. 14.00 – kl.17.00

Mánudagur  5. Apríl frá  kl. 14.00 – kl 17.00

Laugardagur 10. Apríl. frá kl. 14.00 – kl.17.00

Sunnudagur 11. Apríl frá kl. 14.00 – kl.17.00

English:

Birgir and Elín have spoken regularily for a few months, and done experiments together as well as creating works for this duo-exhibition in Midpunkt. The pieces have been constructed, made with clay, pieced to together, disassembled, connected with electricity, frozen, burnt and filmed with heatcameras.

Elín and Birgir have made performances together since 2010 and had an made an installation, video and perfomance for Plan B artfestival 2019 in Borgarnes. This time they are heading down an untrodden path. They will use led lights, clay, wood and painting to create ligh-sculptures. For the fist time ever they will show the results of their experiements with heatcameras, where they explore the heat flow stream fo artworks in a video. Visitors will be able to influence the show by changing colors of the lights with a remote control. The work is based on experiments in different mediums as well as conversations between Elín and Birgir.

Birgir Sigurðsson uses all kinds of lights, electric wires, concrete, found objects and wood when creating his models. The works are sketches for larger light-sculptures, but they can also stand as independent pieces, created with loving detail and technical skill of an electrician. Birgir has made visual arts for 20 years, and participated in several exhibition as a self taught artist, as well as working as an electrician.

Elín Anna Þórisdóttir has taken part in several art shows and artistic projects. For the past years she has used clay to create small spaces and small familiar objects that she uses both hear insight and memory to make. She is fascinated by the process of creativity as well as the artobject and adventures into the unexpected.

Viðrum sóttvarnir 

Munum perónulegar sóttvarnir. 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com