Midpunkt Sign V2 Copy 1

Midpunkt: BIOMETRIC EXIT by Jake Laffoley and Lionell Guzman

Opening:
Thursday September 5
18:00 – 21:00
Exhibition open:
9.5.19 – 9.29.19
Sat. – Sun.
12:00 – 18:00

MIDPUNKT
Hamraborg 22
Kópavogur 220

BIOMETRIC EXIT er einkasýning tvíeykisins Jake Laffoley og Lionell Guzman, tveggja listamanna frá Montréal og New York. Innsetning þeirra sem opnar á fimmtudaginn næstkomandi í Midpunkt kannar normalíseringu eftirlitskerfa í almenningsrýmum og innan heimila. Síðan 1990 hefur fjölgun eftirlitsmyndavéla innan borga margfaldast í nafni öryggis, en það hefur ekki síður nýst til að kortleggja neytendur og stýra neyslu. Í augnablikinu fjölgar eftirlitsmyndavélum hraðar en amazonskógurinn brennur, í Kína eru í augnablikinu 170 milljón eftirlitsmyndavélar, en nýjustu spár benda til að eftir tvö ár, árið 2021 verði þær orðnar 570 milljónir.

BIOMETRIC EXIT kannar fyrirbrigðið Autonomous Facial Recognition (AFR),
eða sjálfvirka andlitsgreiningu, sem er eitt af nýjustu afbrigðum eftirlitssamfélagsins. Tæknin til að greina andlit, líka og safna upplýsingum út frá hegðun, svipbrigðum og öðrum atriðum er á byrjunarstigi og háð ýmsum takmörkunum. Tæknin er mjög ónákvæm þegar kemur að því að greina fólk í minnihlutahópupm eins og t.d. transfólk, en einnig hörundsdökkt fólk og konur. Þetta hefur leitt til ýmissa óþæginda fyrir þessa hópa, en algrímarnir eru ekki síst notaðir við löggæslu til að sigta út hugsanlega glæpamenn. Annað stórt áhyggjuefni er hvernig AFR er notað til að afla upplýsinga um fólk án samþykkis. Ameríski fræðimaðurinn Shoshana Zuboff hefur lýst þessu sem nokkurs konar einkavæðingu á einkalífinu, þar sem eftirlitskapítalistar hafi einfaldlega eignað sér það sem áður var einkaupplifun einstaklinga.

Innsetningin BIOMETRIC EXIT samanstendur af hökkuðum og óáreiðanlegum algrími sem fylgist með og kortleggur í rauntíma andlit þeirra gesta sem heimsækja Midpunkt. Forritið reynir að lesa í andlit og spá fyrir um hegðun gesta. Öllum gögnum er safnað saman og hlaðið upp á netið, þannig að til verður sjálfbær gagnabanki. Gestum er boðið að læra af, trufla, rugla í og hafna þátttöku í kerfinu, nokkuð sem verður kannski mikilvæg kunnátta í framtíðinni. Hvernig eigum við að vernda einkalíf okkar á tímum eftirlitskapítalisma? Í þessum tilgangi mun Midpunkt útvega gervi og tæki til að vernda gesti fyrir ágengni myndavélanna og leyfa fólki þannig að upplifa verkið incognito.

Á opnuninni fer fram gjörningur sem verður streymt í beinni frá New York.
Verkin í BIOMETRIC EXIT voru forrituð af Manjit Bedi og Minh Duc Nguyen.
Sérstakur aðstoðarmaður var Rachel Dare. Listræna stjórnun annaðist
Snæbjörn Brynjarsson. Midpunkt var styrkt af Kópavogsbæ.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com